Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:13:05 (3770)

1997-02-20 12:13:05# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:13]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú alls ekki svo. Ef maður gerir kröfu um sparnað á einhverri stofnun, þá er það alls ekki eitthvert sérstakt vantraust á þá stofnun. Það er einmitt verið að reyna að spara ákveðnar upphæðir á sjúkrahúsum, ekki bara á landsbyggðinni heldur líka á höfuðborgarsvæðinu. Og í samráði við stjórnendur á að reyna að ná fram þessum sparnaði.

Ég tók eftir því að hv. þm. svaraði því ekki hvort honum litist vel á að sameina sjúkrahúsin hérna á höfuðborgarsvæðinu og bíð eftir því svari. En það er alls ekki svo að hægt sé að bera þetta algjörlega saman, að gera rekstrarlega úttekt úti í bæ á sjúkrahúsunum á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrahúsunum á landsbyggðinni. Við erum að tala um miklu, miklu hærri upphæðir hérna á höfuðborgarsvæðinu og það að treysta sér ekki í samráði við heilbrrn. að koma með tillögur um sparnað á landsbyggðinni tel ég vera hálfgert vantraust á heilbrrn.