Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:15:34 (3773)

1997-02-20 12:15:34# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., VS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:15]

Valgerður Sverrisdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Auðvitað hef ég ekkert við það að athuga að kannað verði hvort hæstv. heilbrrh. getur verið viðstödd þessa umræðu. En ég vek athygli á því að það eru ekki flutningsmenn sem koma fram með þessa ósk. Ég býst nú við því að flutningsmenn hafi eins og tíðkast í góðu stjórnarsamstarfi gert hæstv. heilbrrh. viðvart um að þeir mundu flytja þetta mál og meðan þeir óska ekki sérstaklega eftir nærveru hæstv. heilbrrh. tel ég ekki ástæðu til þess að gera mikið með þessa ósk.