Aðgangur nemenda að tölvum og tölvutæku námsefni

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:35:08 (3784)

1997-02-20 12:35:08# 121. lþ. 75.8 fundur 325. mál: #A aðgangur nemenda að tölvum og tölvutæku námsefni# þál., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:35]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Við erum að tala um tölvunotkun bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og við erum líka að tala um að taka upp það sem ekki er til áður. Og hafi það verið grundvallarmannréttindi að fá að hafa tölvu í skóla, hvers vegna er svo þá ekki í dag? Við erum að tala um að taka þetta upp og við getum ekki bannað foreldrum ef þeir vilja flýta fyrir. Segjum að einhver skóli eigi samkvæmt áætlun að fá tölvur eftir þjrú ár og foreldri eigi barn í þeim skóla og það foreldri óski eftir því að fá að kaupa tölvu inn í skólann fyrir barnið sitt þá get ég ekki séð að það sé brot á mannréttindum að það megi það eða á jafnrétti við aðra nemendur.