Stuðningur við konur í Afganistan

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 14:25:12 (3803)

1997-02-20 14:25:12# 121. lþ. 75.9 fundur 69. mál: #A stuðningur við konur í Afganistan# þál., MF
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[14:25]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. flm. fyrir þessa tillögu og lýsa yfir stuðningi við hana. Þó að liðinn sé nokkur tími frá því hún kom fram og að á þeim tíma hefðu íslensk stjórn að sjálfsögðu átt að grípa til aðgerða og mótmæla þessum mannréttindabrotum á konum í Afganistan, þá hefur það ekki verið gert, þannig að þessi tillaga er enn í fullu gildi eins og kom fram hjá hv. flm. Ég sé ekki ástæðu til að eyða löngu máli til viðbótar því sem hv. frsm. sagði hér í ræðustól. Ég lýsi yfir stuðningi okkar við þessa tillögu og þakka þingmönnum Kvennalistans fyrir flutning hennar. Það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem hv. þm. Kvennalistans ýta hressilega við okkur þegar um mannréttindamál er að ræða. Þingið ætti að sjá sóma sinn í að afgreiða þessa tillögu sem allra fyrst.