Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 18:04:19 (3929)

1997-02-25 18:04:19# 121. lþ. 77.8 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[18:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég marglýsti því yfir við 1. umr. málsins að það væri ekkert sem hindraði það að sveitarfélögin gætu orðið verktakar að þessu verkefni. Það er komin, a.m.k. núna að samþykktri brtt., alveg ótvíræð lagastoð. Ég trúi því að tilgangurinn náist þrátt fyrir það að sum sveitarfélögin annist vinnumiðlun og ríkið annist sums staðar vinnumiðlun. Ef það gengur ekki upp, þá er ríkið náttúrlega ekki neytt til þess að semja endalaust við sveitarfélögin um rekstur á þessu og getur svo sem yfirtekið það ef einhver misbrestur verður á að kerfi virki.