Framkvæmd á framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 14:15:40 (3962)

1997-02-26 14:15:40# 121. lþ. 78.3 fundur 333. mál: #A framkvæmd á framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur

[14:15]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Aðeins vegna eins atriðis, um fjölda kvenna í nefndinni, þá er þetta nú kannski svipað dæmi og annað sem rætt var fyrir fáeinum vikum í þjóðfélaginu. En þarna er um að ræða tilnefningar aðila og síðan aðila sem sitja í nefndinni í krafti embætta sinna. Það hefur áhrif í þessum efnum. En það er rétt að þess sé sérstaklega getið að það starfaði síðan sjö manna verkefnisstjórn að undirbúningi málsins. Þar voru sex karlar og ein kona og konan var formaður nefndarinnar, Guðbjörg Sigurðardóttir, og mæddi mest á henni í vinnunni og er ekki vafi á því að áhrif þess kyns hafa kannski skilað sér í ríkara hlutfalli en tala nefndarmanna segir fyrir um þannig að í þessum efnum naut þessi starfsemi og stefnumótun ekki aðeins leiðsagnar Tómasar Inga Olrich heldur einnig þessa ötula verkefnisstjóra. Ég vænti þess að atbeini hennar geti komið áfram að þessu máli við frekari vinnslu þess sem full alvara er í að fylgja eftir, ekki vegna þess að þar sé um að ræða kosningaloforð flokka eða stjórnmálamanna heldur vegna þess að þetta er sívaxandi viðfangsefni allra í þjóðfélaginu og menn sjá sameiginlegan hag í þessu, ríkið og almenningur.