Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:14:09 (4001)

1997-02-26 18:14:09# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:14]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er ríkisstjórnin enn við sama heygarðshornið. Í lagagreininni á enn að lögfesta það að upphæð atvinnuleysisbóta fylgi ekki launaþróun í landinu heldur ákvarðist á fjárlögum ár hvert. Stjórnarandstaðan hefur mótmælt því að þessi háttur væri hafður á, bæði í umræðum um ráðstafanir í ríkisfjármálum við fjárlagagerð þessa og síðasta árs.

Atvinnuleysisbætur eiga að fylgja launaþróun. Það er réttlætismál og því greiðum við atkvæði gegn þessu ákvæði. Ég segi nei.