Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:20:08 (4003)

1997-02-26 18:20:08# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:20]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þessi breyting á frv., sem ættuð er frá ASÍ, leiðir til þess að hægt er að viðhalda núverandi kerfi á útgreiðslum atvinnuleysisbóta í gegnum skrifstofu verkalýðsfélaganna í stað þess að greiða það beint inn á reikning fólksins. Þessu er ég mótfallinn vegna mikils kostnaðar og fyrirhafnar hins atvinnulausa. Vegna andstöðu við þessi ákvæði skrifa ég undir nefndarálit hv. meiri hluta félmn. með fyrirvara og segi nei.