Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:25:12 (4006)

1997-02-26 18:25:12# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:25]

Mörður Árnason:

Herra forseti. Með þessari tillögu er á ákaflega klunnalegan hátt ruglað saman aðstoð við atvinnulausa annars vegar og hins vegar almennum aðgerðum til starfsmenntunar og sérstökum aðgerðum til nýsköpunar í atvinnulífi kvenna, úr Jóhönnusjóðnum svonefnda. Með þeirri nýskipan sem tillagan gerir ráð fyrir eru þessi sérstöku verkefni orðin hornrekur í stóru bákni. Ég óttast að markmið þeirra séu þar með sett í uppnám og segi því nei.