Atvinnuleysistryggingar

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:32:26 (4008)

1997-02-26 18:32:26# 121. lþ. 79.2 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:32]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það hafa komið fram álitamál varðandi þessa grein, hvort hér sé um afturvirkni að ræða sem sé óeðlileg. Hér mun ekki vera um stjórnarskrárbundinn eignarrétt að ræða. Þetta er í nákvæmri athugun. Það náðist ekki til allra þeirra prófessora í lagadeild sem við ætluðum að spyrja um málið í dag, en ég vænti þess að niðurstaða liggi fyrir um þessa grein frá okkar hendi áður en málið kemur til 3. umr. þannig að hugsanlegt er að ég leggi til að þetta ákvæði verði dregið til baka. (Gripið fram í.) Það er hugsanlegt. Það vantar niðurstöðu enn þá. En ef niðurstaðan yrði á þann veg að ákvæðið væri óeðlilegt, þá dreg ég það að sjálfsögðu til baka.