Öryggismál fiskiskipa og stöðugleikamælingar

Fimmtudaginn 27. febrúar 1997, kl. 14:41:07 (4059)

1997-02-27 14:41:07# 121. lþ. 81.96 fundur 216#B öryggismál fiskiskipa og stöðugleikamælingar# (umræður utan dagskrár), StG
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur

[14:41]

Stefán Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari umræðu þótt umræðuefnið sjálft sé svo sannarlega ekki fagnaðarefni. Öryggismál sjómanna eiga að vera forgangsverkefni. Að því vil ég svo sannarlega vinna. Því mun ég óska eftir því að gefnu tilefni sem hér hefur komið fram í þessari umræðu að þetta mál verði tekið til umfjöllunar í samgn. Alþingis hið allra fyrsta. Þar verði málið skoðað og réttir aðilar kallaðir að málinu. Ég vona svo sannarlega að málið sé ekki jafnalvarlegt og hér hefur verið haldið fram.

Virðulegi forseti. Það þarf að eyða öllum vafa í málinu og því er nauðsynlegt að þessi umræða fari fram.