Endurnýjun varðskipa

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:18:50 (4087)

1997-03-03 15:18:50# 121. lþ. 82.1 fundur 219#B endurnýjun varðskipa# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:18]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að lögum samkvæmt og í framkvæmd hefur það verið veigamikill þáttur í starfsemi Landhelgisgæslunnar að annast öryggisgæslu af ýmsu tagi og björgunarstörf. Ég nefndi einmitt áðan að það er hluti af þessu endurmati að skoða hvers konar skipakosti við þurfum á að halda í ljósi þessa hlutverks Landhelgisgæslunnar --- að sinna björgunar- og öryggismálum. En varðandi kostnað við Landhelgisgæsluna þá hefur það verið svo í mínum huga að íslenska ríkið mundi sjálft kosta gæslu íslensku landhelginnar.