Túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:21:26 (4089)

1997-03-03 15:21:26# 121. lþ. 82.1 fundur 220#B túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:21]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Mér er nú ekki kunnugt um þetta sérstaka tilfelli sem hv. þm. gat um. Mér er ljóst að túlkaþjónustan er nokkuð í lausu lofti og við munum reyna eftir bestu getu að leysa vanda hennar eftir því sem okkur er unnt í félmrn. Það vill hins vegar svo til að Samskiptamiðstöðin heyrir öðru ráðuneyti til, þ.e. menntmrn., þannig að þetta er ekki alfarið á okkar verksviði. Þar af leiðandi þurfum við að hafa samvinnu við önnur ráðuneyti um málið. En ég vil bara ítreka að við munum reyna að líta á þessi vandamál og leysa þau eftir því sem unnt er.