Húsnæðisstofnun ríkisins

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:29:08 (4095)

1997-03-03 15:29:08# 121. lþ. 82.1 fundur 221#B húsnæðisstofnun ríkisins# (óundirbúin fsp.), GÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:29]

Guðlaugur Þór Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. félmrh. fyrir svör hans. Það er augljóst að það er verið að vinna að útfærslu á mörgum góðum hugmyndum innan ráðuneytis hans. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég varð fyrir ákveðnum vonbrigðum með að hann hyggst ekki leggja stofnunina niður.

Undanfarnir tveir áratugir hafa einkennst af auknum ríkisafskiptum og samfara því einkennst af því að við höfum verið að auka ríkisútgjöld og skuldir og fjölga opinberum starfsmönnum. Það hefur verið haft á orði og oft notað sem röksemd að ekki hafi verið hægt að taka á þessum málum sökum þess að það hafi vantað vilja hjá almenningi. Það liggur alveg fyrir að það er skilningur hjá almenningi í þessu máli núna. Ég sé í sjálfu sér ekki að það sé eftir neinu að bíða. Ekki er hægt að benda á mörg önnur sambærileg dæmi í öðrum löndum, að menn hafi stofnanir sambærilegar við Húsnæðisstofnun, og því er engin sérstök ástæða fyrir því að við Íslendingar skulum hafa eina slíka.