Vinnumarkaðsaðgerðir

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:49:30 (4110)

1997-03-03 15:49:30# 121. lþ. 82.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:49]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Með samþykkt þessa frv. og frv. um atvinnuleysistryggingar er verið að setja hér merk lög. Það er mjög bætt staða atvinnuleitenda til að finna sér störf. Landið er gert að einu vinnusvæði, vinnumiðlanir eru gerðar miklu virkari, stóraukin eru tækifæri atvinnuleitenda til að hljóta þjálfun og starfsmenntun, verulega er dregið úr hættu á misnotkun og verulega er dregið úr þeirri hættu að fólk lokist langtímum saman inni í vítahring atvinnuleysis.

Þessi mál eru bæði afgreidd í fullri sátt við verkalýðshreyfinguna þó að stjórnarandstaðan hér á Alþingi hafi eitt og annað við þau að athuga. Ég segi að sjálfsögðu já.