Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:55:06 (4111)

1997-03-03 15:55:06# 121. lþ. 82.93 fundur 228#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:55]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess að honum hafa borist óskir um að næstu fjögur dagskrármálin, 12., 13., 14. og 15., verði rædd sameiginlega. Forseti hyggst heimila það ef enginn hreyfir athugasemd. Það eru ekki athugasemdir við það. (KHG: Er þetta ósk forseta?) Nei, það er ekki ósk forseta. Það er ósk flutningsmanna. Má forseti líta svo á að ekki séu athugasemdir við þetta fyrirkomulag? (Gripið fram í.) Forseti getur heimilað það, en er tilbúinn að taka við athugasemdum ef þær berast. Ef eru ekki formlegar athugasemdir, þá er ... (KHG: Hver er ræðutíminn, herra forseti?) Ræðutíminn er samkvæmt reglum þingskapa. Um frv. er hann 30 mín. fyrir flutningsmann, það er almenn regla við 1. umr., og þetta eru allt mál til 1. umr., í annað sinn 15 mín. og 5 mín. í þriðja sinn. Aðrir þingmenn og ráðherrar 20 mín. og 10 mín. Um þáltill. hefur flm. 15 mín. tvisvar, aðrir þingmenn og ráðherrar 8 mín. tvisvar. Þetta segja þingsköpin. Forseti telur eðlilegast, ef málin verða rædd saman, að aðrir en frsm. hafi ræðutíma eins og um frv., þ.e. 20 mín. og 10 mín. (KHG: Er ekki óeðlilegt að ræða saman þáltill. og frv.? Ég geri athugasemdir við það.) Já, þá tekur forseti tillit til þess. Þáltill. verður rædd sér.