Sala afla á fiskmörkuðum

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 16:13:20 (4115)

1997-03-03 16:13:20# 121. lþ. 82.12 fundur 202. mál: #A sala afla á fiskmörkuðum# þál., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[16:13]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er ljóst að það kemur fram í greinargerð með þessari till. til þál. að það er verið að reyna að leysa ákveðinn vanda sem er vissulega vandamál í sambandi við kvótakerfið. En ég vil þá spyrja þingmanninn aftur hvort hún telji ekki að svo fortakslaus þáltill. sem hér er um að ræða, um að allur afli verði seldur á fiskmörkuðum, trufli ekki það þróunarstarf sem mörg helstu og bestu fiskvinnslufyrirtæki landsins hafa verið að vinna og byggja nákvæmlega á hráefnisöflun sinni og góðri meðferð á aflanum frá því að hann er dregin úr sjó og þangað til hann er seldur á erlenda markaði, hvort ekki sé ástæða til þess að fara varlega í því að trufla þetta starf, ekki síst núna þegar fiskvinnslan stendur frammi fyrir því að þurfa að auka þróunarstarf sitt alveg sérstaklega og berst nokkuð í bökkum.