Sala afla á fiskmörkuðum

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 17:36:28 (4134)

1997-03-03 17:36:28# 121. lþ. 82.12 fundur 202. mál: #A sala afla á fiskmörkuðum# þál., JGS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[17:36]

Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrsta athugasemd hv. þm. er nú kannski dæmi um athugasemd þess sem er rökþrota og reynir að gera viðkomandi persónu tortryggilega. Hvað hv. þm. sagði hins vegar um sameiginlega afstöðu okkar til þess að við eigum að láta markaðinn ráða --- við erum sammála um það, segir hann --- en okkur greinir á um á hvern hátt. (JBH: Það er bara einn.) Það er bara einn háttur? Það er alveg hárrétt. Og það sem skiptir öllu máli fyrir íslenskan sjávarútveg er að við skiljum þarfir hins endanlega markaðar sem er hinn erlendi neytendamarkaður og að okkur takist að fá hæsta mögulega verð í gegnum hann. Ég sé ekki að það að lögbinda að allur afli hér innan lands fari á uppboðsmarkað tryggi þetta á nokkurn hátt nema síður sé. Að því leyti erum við ekki sammála. Það sem flm. eru að færa fram er að lögbinda nýjan millilið. Og mér hefur nú fundist á hv. þm. og hans flokki að hann hafi yfirleitt ekki verið mikill talsmaður og mikill aðdáandi fleiri milliliða.