Sala afla á fiskmörkuðum

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 17:38:36 (4136)

1997-03-03 17:38:36# 121. lþ. 82.12 fundur 202. mál: #A sala afla á fiskmörkuðum# þál., JGS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[17:38]

Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú blöskraði hv. þm. eigin málflutningur og ákvað að hætta. (Gripið fram í: Gekk fram af sjálfum sér.) Gekk fram af sjálfum sér. Auðvitað eru engir annmarkar á fiskmörkuðum. Þeir eru mjög góðir. Ef fiskmarkaðir eru jafngóðir og flm. halda, ef fiskmarkaðir eru það tæki sem þarf til að tryggja best og mest endanlegt verð fyrir íslenskar sjávarafurðir, þá er ekkert sem getur komið í veg fyrir að allur afli fari þar í gegn. Ef það er það sem tryggir besta verðið þá mundi hinn frjálsi markaður og markaðskerfi væntanlega gera það að verkum að þar færi allur afli í gegn. En það er bara ekki þannig. Það er mjög hagkvæmt að hluti aflans fari þar í gegn og samkvæmt lögmálum markaðarins þá fer það þar í gegn sem þannig skapar fyrir það hið endanlega og besta verð.