Strand flutningaskipsins Víkartinds

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 13:06:02 (4239)

1997-03-11 13:06:02# 121. lþ. 87.95 fundur 234#B strand flutningaskipsins Víkartinds# (umræður utan dagskrár), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[13:06]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Nú hefst umræða utan dagskrár um strand flutningaskipsins Víkartinds. Málshefjandi er hv. þm. Ólafur Örn Haraldsson en hæstv. forsrh. verður til andsvara.

Samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Gert er ráð fyrir að hún standi í um það bil eina klukkustund. Málshefjandi og talsmenn þingflokka annarra en málshefjanda og ráðherra hafa fjórar mínútur en forsrh. sex mínútur. Ráðherrar umhverfismála, samgöngumála og dómsmála hafa einnig allt að fjórum mínútum. Aðrir þingmenn hafa tvær mínútur. Málshefjandi og forsrh. hafa tvær mínútur hvor við lok umræðunnar.

Með hliðsjón af þessu ættu um 10 þingmenn, auk þeirra sem þegar hafa verið taldir, að komast að í umræðunni. Bið ég hv. þingmenn að virða tímatakmörk.