Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:02:39 (4300)

1997-03-11 18:02:39# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:02]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Við Íslendingar búum nú í svo undarlegu landi að þegar við berum okkur saman við erlendar þjóðir á mörgum sviðum þá er þingið hér helmingi dýrara heldur en þing erlendis. Ríkisstjórnin er helmingi dýrari á hvern mann heldur en gerist í öðrum löndum. Bankastarfsemin er vonlaus af því að hún er svo dýr. Verkamaðurinn er jafnvel talinn allt of dýr. (Gripið fram í: Nei, nei.) Skólarnir eru dýrir. Þannig hafa útreikningar síðustu ára því miður verið á Íslandi. Þetta snýr ekkert frekar að bankakerfinu en svo mörgu öðru (EOK: Jú, jú. Miklu meira.) á Íslandi. En ég er aftur á móti talsmaður þess og hef verið trúnaðarmaður banka sem hefur verið allvel rekinn. (EOK: Nei, nei, nei.)