Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:07:30 (4303)

1997-03-11 18:07:30# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:07]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þingmaðurinn er ekki alveg sjálfum sér samkvæmur. Hann sagði í ræðu sinni að 20 þúsund einstaklingar hefðu keypt hlut í fyrirtækjum um síðustu áramót eða á síðasta ári. Það er ekki aldeilis að aflið og eignir séu að færast á örfáar hendur þegar þvílíkt gerist þannig að hv. þm. er ekki alveg sjálfum sér samkvæmur.

Um það að ég hafi verið að hóta því að stofna banka. Mér dettur ekki í hug að stofna banka, mig langar ekki til þess. En mig langar heldur ekki til að kaupa hlutabréf í einhverjum ríkisbanka þar sem verða hugsanlega þrír bankastjórar og fullt af líkum í lestinni. Það langar mig heldur ekki.