Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:28:31 (4310)

1997-03-11 18:28:31# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., JGS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:28]

Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil taka það fram að ég styð þetta mál sem hér er lagt fram þó að ég fái ekki tækifæri til að fylgja því eftir. Ég er að fara héðan út í kvöld. En í tilefni af orðum síðasta ræðumanns langar mig til að spyrja hv. þm. hvort hann telji að ef búið væri að ,,háeffa``, eins og sumir segja, ríkisbankana og svo væri komið að ríkið ætti ekkert lengur í bönkum á Íslandi, hvort hann telji að þar með væri ríkið orðið laust undan allri ábyrgð á bankastarfsemi. (JóhS: Góð spurning.)