Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 19:18:30 (4321)

1997-03-11 19:18:30# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[19:18]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þau gögn sem notuð voru og hvort ástæða hafi verið til þess að vinna upp nýja skýrslu er það að segja að það verkefni sem nefndin hafði var að semja frv. til laga um að breyta bönkunum i hlutafélög þannig að það var í sjálfu sér ekki neinn ágreiningur um það eða við nefndina. Hún skildi það hlutverk sitt svo að það væri fyrst og fremst að semja þetta lagafrv. en ekki að byrja skoðun á málinu upp á nýtt. Þess vegna töldum við ekki ástæðu til þess að vera að skila enn einni skýrslunni um þetta mál heldur fyrst og fremst lagafrumvörpum.