Friðun gamalla húsa

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 14:52:18 (4352)

1997-03-12 14:52:18# 121. lþ. 88.6 fundur 319. mál: #A friðun gamalla húsa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur

[14:52]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil aðeins taka undir með hv. þm. að ég tel eðlilegt að þetta mál sé skoðað í meðferð á skipulagslögum og við athugun á þeim ákvæðum sem þar er að finna. Þetta er málefni sem þarf að liggja skýrar fyrir í lögum en nú er miðað við breyttar aðstæður. Eins og hér hefur komið fram gera menn aðrar kröfur nú en áður varðandi varðveislu á gömlum húsum. Það er eðlilegt að veita sveitarstjórnunum forræði í þessum málum, m.a. út frá menningarlegum sjónarhóli. Hins vegar ber að virða einnig eignarréttinn og að tryggja að þeir sem verða að sætta sig við ákveðin skilyrði af hálfu sveitarfélaganna vegna slíkra krafna verði ekki illa úti fjárhagslega og ekki sé gengið of nærri eignarrétti þeirra.