Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 16:50:51 (4433)

1997-03-13 16:50:51# 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[16:50]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Þannig að það sé alveg skýrt, þá velur viðskrh. ekki bankastjóra bankanna heldur var það ákvörðun bankaráðs Landsbankans að ráða síðasta bankastjórann eins og aðrir bankastjórar höfðu áður verið ráðnir. Um það voru hins vegar í fyrsta skipti í langan tíma skiptar skoðanir innan bankaráðsins hvernig að því var staðið.

Með þessu frv., og ég er ekki sammála hv. þm. Svavari Gestssyni í þeim efnum, er einmitt nákvæmlega verið að skapa sambærilegar samkeppnisaðstæður fyrir bankana. Þó að ríkið muni eiga mjög stóran hluta áfram í bönkunum næstu fjögur árin þar sem ríkiseignir verða ekki seldar, þá er verið að opna fyrir þann möguleika að auka eigið fé bankanna með því að selja nýtt hlutafé inn í bankana sem ekki má þó verða meira en 35% samanlagt af eigin fé á móti ríkinu.