Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 16:54:29 (4435)

1997-03-13 16:54:29# 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[16:54]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vonast til að ekki þurfi að verða misskilningur. Ég held að það sé alveg skýrt í 6. gr. frv. varðandi aukningu hlutafjár. Þar stendur, með leyfi forseta:

,,Samanlagður eignarhlutur annarra aðila en ríkissjóðs má þó ekki vera hærri en 35% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig.``

Heildarhlutafjárhæðin er það þegar menn meta á hverjum tíma hvert hlutaféð er.