Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 16:56:10 (4437)

1997-03-13 16:56:10# 121. lþ. 90.2 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[16:56]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég gerði, þegar hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir var í ræðustól, athugasemdir við að ekki hefði verið rétt reiknað í fyrri umferðinni og það er rétt hjá hv. þm. Með þessu, ef hlutafé í upphafi er í kringum 7,7 milljarðar kr. í bönkunum samtals, þá gæti heildarhlutafé farið allt að því upp í 12 milljarða kr. og 35% af því er þá þessi upphæð þannig að hv. þm. skilur málið hárrétt og ég held að enginn misskilningur sé þar á milli okkar í þeim efnum.