Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 18:31:54 (4446)

1997-03-13 18:31:54# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[18:31]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Það liggur í augum uppi að ég get ekki farið að ræða hér persónuleg samtöl einstakra þingmanna við ráðherra eða þau mál sem rædd eru á þingflokksfundum í þingflokki Framsfl. En ég efast ekki um að það sé einlæg trú þeirra sem að þessu standa að þetta sé rétt leið, að þetta sé besta leiðin og þetta sé nútíminn. Ég er einfaldlega annarrar skoðunar. En ég hef ekki nokkra ástæðu til þess að ætla annað en að þeir sem að þessu standa trúi því að þetta sé gert landi og þjóð til hagsbóta. Ég er hins vegar á annarri skoðun.