Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 22:06:55 (4481)

1997-03-13 22:06:55# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[22:06]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Út af þessum spurningum hv. þm. þá held ég að ég muni það rétt og fari rétt með þær tölur að á ársfundi Búnaðarbankans nú fyrir fáeinum dögum síðan þegar reikningar bankans voru kynntir var vaxtamunur Búnaðarbankans 4,65%, ég held ég hafi sagt 4--5%. Á heildarlán, heildarvaxtarmunur bankans er 4,65%.

Varðandi vaxtamuninn í Iðnlánasjóði held ég að þessi tala sé ekki rétt vegna þess að fyrir síðasta ár var var hann 1,83% ef ég man rétt, Fiskveiðasjóður örlítið yfir 2%.