Tillögur ríkisstjórnarinnar um vaxtabætur og barnabætur

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:35:06 (4514)

1997-03-17 15:35:06# 121. lþ. 91.1 fundur 248#B tillögur ríkisstjórnarinnar um vaxtabætur og barnabætur# (óundirbúin fsp.), SvG
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:35]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hvers lags rugl er nú þetta eiginlega? Alþb. vill koma í veg fyrir það að aumingja blessuð ríkisstjórnin geti komið kauphækkunum og skattalagfæringum til fólksins í landinu. Ja, það er nú meiri ódámurinn þetta Alþb. ef veruleikinn er nú þessi. (Fjmrh.: Það er rétt.) Hæstv. fjmrh. er auðvitað algerlega í keng með þessi mál. Veruleikinn er sá að í fyrsta lagi býr hann til vaxtabótatillögur sem eru svo vitlausar að hann verður að draga þær til baka. Í öðru lagi býr hann til barnabótatillögur sem eru svo ranglátar að hann verður að draga þær til baka. Í þriðja lagi er hann að pukrast með lífeyrissjóðsfrv. uppi í fjmrn. sem er greinilega verið að vinna á vegum Sjálfstfl. og sennilega í andstöðu við hinn stjórnarflokkinn. Allt verður þetta til þess að spilla fyrir kjarasamningum. Það er það sem við erum að gagnrýna hér, herra forseti.