Arnarholt

Mánudaginn 17. mars 1997, kl. 15:48:38 (4525)

1997-03-17 15:48:38# 121. lþ. 91.1 fundur 251#B Arnarholt# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur

[15:48]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Það er að vísu rétt að þetta sjúkrahús heyrir undir Sjúkrahús Reykjavíkur en æðsti yfirmaður heilbrigðismála í landinu er heilbrrh. og hann hlýtur að vilja hafa eitthvað um það að segja til hvaða ráðstafana er gripið þegar slíkar sparnaðarráðstafanir eru framkvæmdar. Ég skora á hæstv. ráðherra að beita sér í þessu máli og láta opna þessa deild, nr. 35, á Arnarholti. Þetta er mjög ódýrt úrræði. Þetta hefur verið mjög vinsælt og gefist vel og mér er kunnugt um að þeir sjúklingar, sem hefur þurft að vista núna á deild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem er tíu sinnum dýrara heldur en Arnarholt, eru orðnir fjórir af þeim tólf sem voru á deild 35 á Arnarholti. Við vitum öll hvað það úrræði kostar og það hlýtur að vera þjóðfélagslega mjög brýnt að opna þessa deild aftur. Mér er kunnugt um að hreingerningin og þær lagfæringar sem þarna áttu að fara fram hafa farið fram og þarna er ekki neitt að gera nema opna deildina aftur.