Alþjóðasamþykkt um starfsfólk með fjölskylduábyrgð

Þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 14:10:12 (4574)

1997-03-18 14:10:12# 121. lþ. 92.7 fundur 199. mál: #A alþjóðasamþykkt um starfsfólk með fjölskylduábyrgð# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[14:10]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Sjáið þið hvernig ég tók hann, sagði karlinn í sögunni og þetta datt mér í hug undir síðustu ræðu hv. þm. Ég vísa því algerlega á bug að ég taki alltaf málstað vinnuveitenda. Það er fjarri því. Eins og ég sagð áðan á ég ágætt samstarf við ASÍ eins og ég á við Vinnuveitendasambandið og Vinnumálasambandið.

Varðandi foreldraorlofið hef ég líka undirbúning í gangi að fá það fullgilt. Ég tel sjálfsagt mál og mjög eðlilegt að við fullgildum þá samþykkt, þ.e. að foreldrar, ef þeir þurfa á að halda að hverfa af vinnumarkaði um stund, glati ekki réttindum sínum.