Uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda

Þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 15:09:05 (4586)

1997-03-18 15:09:05# 121. lþ. 92.8 fundur 200. mál: #A uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[15:09]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Því miður hefur það nú fylgt mönnum í gegnum söguna og hefur allt of oft komið fyrir að bakari hefur verið hengdur fyrir smið. Ég vil spyrja eftir því hvort starfsmaðurinn, þessi sem rekinn var saklaus fyrir það að annar hafði stolið, hafi leitað eftir rétti sínum við fyrirtækið eftir að það komst upp. (Gripið fram í: Hvaða rétti?) Hann var rekinn saklaus. (Gripið fram í: Það má reka hann saklausan.) Það er óeðlilegt ef yfirmaður hefur rekið saklausan mann og upp kemst að maðurinn hefur verið saklaus að ráða hann ekki aftur. Ég hef trú á því að stéttarfélag viðkomandi starfsmanns hafi þá ekki staðið í stykkinu ef atvinnurekandinn hefur komist upp með þetta. Því það er auðvitað óeðlileg framkoma að reka mann fyrir annars sök. Og þegar ljóst er að rangt hefur verið farið að þá er auðvitað mjög óeðlilegt að viðkomandi atvinnurekandi sjái ekki að sér.