Stimpilgjald

Þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 17:52:25 (4621)

1997-03-18 17:52:25# 121. lþ. 92.15 fundur 386. mál: #A stimpilgjald# (kaupskip) frv., Flm. GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[17:52]

Flm. (Guðmundur Hallvarðsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er smámisskilningur milli mín og hv. 16. þm. Reykv. sem beinist einkum að því að ég sagði það að við hefðum ekki orðið varir við að það væru fluttar inn vörur annars vegar með íslensku skipi og hins vegar með skipi undir erlendum fána með erlendri áhöfn sem útgerðarmenn hafa löngum haldið fram að væru ódýrari í rekstri heldur en þau íslensku, þá höfum við ekki séð að það væri neinn munur á innflutningi með þessum tveimur skipum. Það gæti verið kassi með ávöxtum, fluttur með sitt hvoru skipinu, og það er sama verðið á þeim þrátt fyrir það. Þannig að þetta hefur ekki allt skilað sér. En af því hann gat um fatnað og annað, þá illu heilli --- og guð hjálpi íslenskri þjóð --- held ég að það sé ekki einn einast skraddari lengur í starfi hér á Íslandi sem vinnur við það að sauma föt á okkur Íslendinga og það er náttúrlega einn kapítuli út af fyrir sig og mjög alvarlegt mál og svo er eflaust um fleiri stéttir. Ég get heils hugar tekið undir að það er margt sem dynur á okkur einmitt í málum hvar sem litið er --- umhverfið sjálft er kannski skattalega fjandsamlegt mörgum atvinnugreinum. Skattkerfið og tollurinn hefur mjög breyst til hins betra hvað það áhrærir.

Síðast en ekki síst vildi ég aðeins koma inn á menntakerfið og ljúka máli mínu með því að segja frá því að sjútvn. heimsótti Stýrimannaskólann fyrir ekki löngu síðan. Ég hef áhyggjur af því og ég deili þeim áhyggjum með þingmönnum sjútvn., að þegar við komum í þessa menntastofnun sjómannastéttarinnar sem hefur jú verið burðarás íslensks atvinnulífs síðustu árhundruðin, hversu alvarlega og illa er búið að menntun íslenskra sjómanna. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það sé, eins og einn þingmaður vildi meina að það sýni hug menntmrn. eða stjórnvalda til íslenskrar sjómannastéttar hvernig búið er að æðstu menntastofnun íslenskra sjómanna eins og Stýrimannaskólinn í Reykjavík lítur út nú. Ég trúi ekki öðru en að það muni fá betri meðhöndlun en verið hefur á umliðnum árum.