Athugasemd um fyrirspurn

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 14:16:06 (4643)

1997-03-19 14:16:06# 121. lþ. 93.92 fundur 260#B athugasemd um fyrirspurn# (um fundarstjórn), RG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:16]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég veit að það er ekki algengt að þingmaður fái að taka til máls öðru sinni, en ég tel að það sé að finna heimild um að gera megi stutta athugasemd. Ég er mjög ósátt við það, af því að ég óskaði eftir því við forseta að ég fengi að gera örstutta athugasemd, að mér var synjað um það og því ætla ég að leyfa mér að svína héðan úr þessum ræðustól og óska eftir því við ráðherrann að hann dreifi þeirri skýrslu sem nefndin skilar til þingsins þrátt fyrir að hann sé ekki tilbúinn með frv., ef sú skýrsla verður komin áður en þingi lýkur.