Hættumat vegna virkjanaframkvæmda

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 14:39:52 (4654)

1997-03-19 14:39:52# 121. lþ. 93.3 fundur 419. mál: #A hættumat vegna virkjanaframkvæmda# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., Fyrirspyrjandi MF
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:39]

Fyrirspyrjandi (Margrét Frímannsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þau svör sem hann gaf hér áðan. Ég teldi hins vegar fulla ástæðu til að þessum niðurstöðum verði dreift þannig að okkur verði þær kunnar, en þetta hættumat sem þarf að vera til staðar ef stíflur bresta hefur reyndar mjög lítið verið í umræðunni.

Ég vildi nú spyrja hæstv. ráðherra að því hvort hann telur ekki að ástæða sé til þess að koma upp vörnum sérstaklega þar sem um er að ræða að miðlunarlón verði staðsett á mjög virku umbrotasvæði, þ.e. að þá sé meiri ástæða en ella til þess að koma upp vörnum.

En ég vil ítreka þá ósk mína að þessu áhættumati sem til er verði dreift til okkar þannig að við fáum að sjá þá vinnu sem hefur verið í gangi og hafa hana okkur og öðrum til fróðleiks.