Endurskoðun laga um tæknifrjóvgun

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 15:11:40 (4667)

1997-03-19 15:11:40# 121. lþ. 93.5 fundur 394. mál: #A endurskoðun laga um tæknifrjóvgun# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[15:11]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu og þau svör sem hæstv. ráðherra hefur gefið hér. Það verður fylgst grannt með starfi þessarar nefndar og ég hvet einmitt til þess að ekki verði látið dragast fram yfir frestinn, þennan tveggja ára frest, að nefndin ljúki störfum sínum. Samþykkt laga um tæknifrjóvgun var af minni hálfu háð þessu bráðbirgðaákvæði, einkum hvað tekur til nafnleyndar. Hins vegar voru svo mörg ákvæði lögfest með þessum fyrstu heildarlögum um tæknifrjóvgun að það hefði verið ábyrgðarhluti að hafna því að setja lögin. Við erum t.d. að taka eitt af fáum ríkjum sem hefur í sínum lögum bann við einræktun manna.