Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 10:59:22 (4703)

1997-03-20 10:59:22# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[10:59]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Því miður held ég að hv. þm. hafi ekki hlustað alveg nógu grannt á ræðu mína vegna þess að þar kom fram að fyrirtækinu voru kynnt fleiri landsvæði sem hugsanlega mætti byggja álver á. Það var hins vegar val fyrirtækisins að velja Grundartangann. Svæðin sem fyrirtækinu voru kynnt í upphafi, eins og öllum öðrum erlendum fjárfestum sem hingað koma og spyrjast fyrir um möguleika á byggingu stóriðjufyrirtækja í landinu, eru fjögur til sex svæði þ.e. Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Keilisnes og Grundartangi. Þessi svæði voru líka kynnt fyrir þessu fyrirtæki í upphafi. Það var síðan ákvörðun fyrirtækisins að velja Grundartanga.