Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 11:01:31 (4705)

1997-03-20 11:01:31# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[11:01]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég mótmæli því sem kemur fram hjá hv. þm. að fyrirtækinu hafi ekki verið sýndir eða boðið upp á aðra staði og vitna þar til viðtals við framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, James Hensel, sem kom fram í fjölmiðlum stuttu eftir að hann átti fund með hreppsnefndinni í Kjós þar sem beinlínis kom fram að um fleiri staði hefði verið að ræða sem fyrirtækinu hefði staðið til boða að fjárfesta á, en þetta hefði verið ákvörðun fyrirtækisins og íslensk stjórnvöld hefðu engin áhrif haft á það. Það hefði verið ákvörðun fyrirtækisins að velja þennan stað.

Þá hef ég um leið svarað spurningu hv. þm. Ég gerði ekki tilraun til þess að hafa áhrif á það hvar fyrirtækið setti sig niður.