Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 17:01:07 (4764)

1997-03-20 17:01:07# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[17:01]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt að það er hlutverk umhvn. Alþingis að líta á undirbúning með gagnrýnum augum en það er hins vegar lítið hægt að gefa fyrir þá gagnrýni ef niðurstaðan er sú að það skuli samt verið haldið áfram. Þó að allir þættir undirbúningsvinnunnar hafi verið vanræktir eða illa unnir nema hvort tveggja sé, þá skuli niðurstaðan samt vera sú: Þetta er allt í lagi, haldið áfram. Eðlilegra hefði verið að niðurstaða meiri hluta nefndarinnar, miðað við það orðalag sem er á þessari skýrslu og niðurstöðu nefndarmanna, að meiri hluti nefndarinnar hefði beint því til ríkisstjórnarinnar að staldra við og vinna heimavinnuna og koma síðan með þetta til okkar aftur. Við höfum undirgengist ákveðnar skuldbindingar í alþjóðlegum samningum og með þessu áframhaldi er útilokað, hvað sem líður Suðurlandsskógum og öðrum tillögum sem eru á borðinu hjá ríkisstjórninni, að standa við þær erlendu skuldbindingar.