Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 18:38:04 (4788)

1997-03-20 18:38:04# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[18:38]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja að mér finnst það virðingarvert að hæstv. umhvrh. talar hér sem slíkur, en það vill nú svo til að hann er líka pólitíkus. Er hann ekki varaformaður Framsfl.? Og það er auðvitað bersýnilega pólitísk ákvörðun hæstv. framsóknarráðherrans Finns Ingólfssonar að setja verksmiðjuna niður á Grundartanga og hæstv. umhvrh. getur ekki fríað sig af því máli sem varaformaður Framsfl. Þó að hann geti kannski lokað sig inni í einhverjum reglugerðum úr stjórnarráðslögunum sem umhvrh. í málinu þá er bersýnilegt að Framsfl. ber á því ábyrgð að negla verksmiðjuna á Grundartanga og hvergi annars staðar.