Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 10:44:35 (4799)

1997-03-21 10:44:35# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[10:44]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sammála hæstv. ráðherra um að ekki hefði verið rétt að bíða með þær bætur sem hún leggur hér góðu heilli fram eftir því að niðurstaða náist í hinu málinu. En ég skil þá svar hæstv. ráðherra þannig --- og bið hana þá um að leiðrétta ef það er rangt --- að hún muni áður en kjörtímabilið er úti leggja fram frv. sem tryggir feðrum aukinn rétt til fæðingarorlofs.