Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 11:31:05 (4807)

1997-03-21 11:31:05# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[11:31]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Út af orðum þeim sem hér komu úr forsetastól vil ég vekja athygli forseta á að ég stóð upp sérstaklega til þess að þakka ræðumanni fyrir hans mikilvægu ábendingu, að með einfaldri reglugerðarbreytingu væri hægt að koma á mikilvægri leiðréttingu í þessu máli. Með því að leggja þunga þar með á að þetta yrði gert og taka undir með hv. þm. um að ráðherra beiti sér í þessu máli tel ég mig, virðulegi forseti, ekkert hafa verið að fara út fyrir þingsköp eða það sem heimilt er að gera í andsvörum.