Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 11:45:22 (4811)

1997-03-21 11:45:22# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[11:45]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. síðasti ræðumaður þekkir þessar reglur afar vel enda voru fyrri störf hennar í Tryggingastofnun ríkisins upplýsingagjöf þar. Ég þekki ekki þessar reglur en mér finnst sjálfsagt að við skoðum þær í heilbr.- og trn. Mér finnst þetta afar athyglisvert sem hefur komið fram hér og það er mín skoðun að foreldrar þurfi að geta sinnt sínum börnum alveg frá fyrsta degi þannig að mér finnst mjög eðlilegt að við skoðum þetta náið í heilbr.- og trn. og ég mun gera mitt til þess að svo geti orðið.