Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 11:46:48 (4813)

1997-03-21 11:46:48# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[11:46]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara ítreka svar mitt frá fyrra svari. Ég er tilbúin til að skoða þetta og mér finnst mjög athyglisvert það sem fram hefur komið. Ég hins vegar geri mér ekki grein fyrir því hvað í þessu felst nákvæmlega þannig að við þurfum að afla okkur upplýsinga í heilbr.- og trn. Eftir mín störf í þinginu hef ég komist að því að það sem virðist mjög einfalt í fyrstu reynist oft flóknara þegar maður fer að skoða það nánar. En það er mín skoðun að það sé mjög mikilvægt að foreldrar geti sinnt börnum sínum frá fyrsta degi hvort sem börnin eru á sjúkrahúsi eða heima hjá sér.