Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:01:19 (4835)

1997-03-21 13:01:19# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:01]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra. Hvar er þessar reglur að finna? Hvar finn ég þessar reglur eða finn þessu stað í frv. nákvæmlega? Það hefur nú oft farið þannig að við túlkun á frv. eða lögum, er vitnað í greinargerðir eða frv. eins og þau eru upphaflega lögð fram og jafnvel í ræður ráðherra. En hvar nákvæmlega finn ég þessar reglur?

Annað sem ég vildi fá fram hjá hæstv. ráðherra vegna þess að það er ævinlega talað um úrbætur á vökudeildinni í tengslum við það að barnaspítali rísi og það er nú orðið nokkuð langt síðan menn stefndu að því að reisa hann. Er möguleiki á því að laga aðstöðuna á vökudeildinni með endurskipulagningu á starfsemi sjúkrahússins? Hefur það verið rætt við yfirmenn sjúkrahússins eða Ríkisspítalanna og er möguleiki á einhverju auknu svigrúmi vökudeildarinnar innan sjúkrahússins í dag?