Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:06:58 (4840)

1997-03-21 13:06:58# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:06]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna þess að ýmislegt þarf að bæta þá er verið að vinna að því innan Tryggingastofnunar með formanni Umhyggju sem vinnur með Tryggingastofnun að ýmsum réttarbótum fyrir langveik börn. Hvað verður sett í forgang mun koma í ljós innan tíðar. Þessi nefnd á eftir að funda aðeins nokkrum sinnum og ég á von á tillögum sem þeir leggja fram innan fárra daga eða nokkurra vikna. (ÁRJ: Verða breytingar á reglunum?) Það verða breytingar. En hvort nákvæmlega þetta verði sett í forgang er ég ekki tilbúin til að segja í dag.