Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:09:03 (4842)

1997-03-21 13:09:03# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar fyrirspurnar sem kom frá hv. þm. þá erum við með svör frá Tryggingastofnun um að þessi réttur eigi að vera ótvíræður, að foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í sex mánuði vegna fæðingar barns þannig að ef þarna er um eitthvert óöryggi að ræða þá er alveg sjálfsagt að taka það sérstaklega upp. En samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Tryggingastofnun þá er þetta ótvíræður réttur og enginn ætti að velkjast í vafa um það að þetta er nákvæmlega svona. Ef það er ekki þá er rétt að taka það upp.