Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 10:35:40 (4907)

1997-04-03 10:35:40# 121. lþ. 98.91 fundur 268#B tilkynning um dagsksrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[10:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fundarhald í dag vill forseti upplýsa að gert ráð fyrir að fundarhlé verði milli kl. 12.15 og 13.30 í dag. Kl. 13.30 hefst utandagskrárumræða um útgáfu starfsleyfis og upphaf framkvæmda við álbræðslu á Grundartanga. Málshefjandi er hv. þm. Hjörleifur Guttormsson og hæstv. umhvrh. verður til andsvara. Það er gert ráð fyrir að sú umræða standi í eina og hálfa klukkustund, til kl. 3. Að öðru leyti fer um fundarhaldið samkvæmt dagskrá og haldið áfram þar til dagskrá er tæmd.